*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 23. desember 2007 10:48

Neysluútgjöld heimilana hafa hækkað um 7,7% milli ára

Ritstjórn

Í nýútkomnum Hagtíðindum kemur fram að neysluútgjöld heimilana hafa hækkað um 7,7% milli ára og hafa hækkað 0,7% umfram ráðstöfunartekjur. Þá má þar sjá hlutfall útgjalda af tekjum heimila á landsbyggðinni er 100,3%, sem þýðir að útgjöld eru meiri en tekjur, en sama hlutfall fyrir íbúa á höfuðborgarsvæðinu er 93,9%

Mikið er rætt um eyðslu landsmanna þegar kemur að efnahagsumræðu og þykir mörgum nóg um, en í nýútkomnum Hagtíðindum kemur fram að neysluútgjöld heimilana hafa hækkað um 0,7% umfram ráðstöfunartekjur milli ára. Neysluútgjöld heimila hækkuðu um 7,7% á tímabilinu 2003-2005 til 2004-2006. Á sama tíma hefur meðalstærð heimilana minnkað, eða úr 2,5 einstaklingum niður í 2,47 og hafa útgjöld á hvern einstakling því hækkað um 9,1%.

Ráðstöfunartekjur heimilanna hafa hins vegar hækkað um 7% á sama tíma, eða um 8,3% á hvern einstakling. Megintilgangangur rannsóknar á útgjöldum heimilanna er að afla upplýsinga sem notaðar eru við útreikning á vísitölu neysluverðs. Vísitala neysluverðs hefur hækkað um 6,8% og hafa útgjöldin því hækkað um 0,9% umfram verðlag, eða 2,2% ef tillit er tekið til stærðar heimila.

Nánar er fjallað um tekjur og neysluútgjöld í Viðskiptablaðinu um helgina. Áskrifendur geta nálgast skjalið á pdf skjali hér á vb.is. Þeir sem ekki hafa slíkan aðgang geta sótt um hann með því að senda tölvupóst á vb@vb.is.