Með ákvörðun Neytendastofu í júní var Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni bannað að birta auglýsingu með fullyrðingunni „Merrild, besta kaffihúsið í bænum.“

Bannið tók gildi fjórum vikum frá dagsetningu ákvörðunarinnar en Ölgerðin hélt áfram að birta auglýsinguna engu að síður.

Á vef Neytendastofu í dag kemur fram að með því að birta hina bönnuðu auglýsingu eftir 7. júlí 2008 hafi Ölgerðin brotið ákvörðun Neytendastofu.

Stofnunin hefur því sektað Ölgerðina um 515.143 krónur.