Það er nokkuð farið að ræða ráðstafanir ríkisstjórnarinnar í fjármálum hins opinbera. Hún hefur boðað að látið verði sverfa til stáls og stjórnarandstaðan er þegar farin að andmæla, þó ekkert liggi svo sem fyrir í þeim efnum ennþá.

Í því samhengi er fróðlegt að skoða tíðni frétta af niðurskurði frá hruni. Greina má skiljanlega aukningu í kringum fjárlagaumræðuna ár hvert, en eftir á að hyggja kom orðið sjaldnar fyrir en búast hefði mátt við strax eftir bankahrun. Við fjárlagaumræðuna 2010 náði það hins vegar ógnarhæðum nokkrum en mun minni en árið 2011. Síðustu misseri virðist tal um niðurskurð hverfandi. Við hlökkum til haustsins.