*

mánudagur, 26. júlí 2021
Innlent 28. október 2014 09:14

Niðurskurður hjá Lloyds banka

Breski bankinn Lloyds Banking Group segir upp níu þúsund starfsmönnum og mun loka 150 útibúum á næstu þremur árum.

Ritstjórn

Breski bankinn Lloyds Banking Group staðfesti með tilkynningu til Kauphallarinnar í London í morgun uppsögn níu þúsund starfsmanna bankans. BBC News greinir frá málinu.

Uppsagnirnar ná yfir 10% af núverandi starfsmönnum bankans og koma ofan á þær 43 þúsund uppsagnir sem hafa átt sér stað hjá bankanum frá árinu 2008.

Þá kveðst bankinn ætla að loka 150 útibúum víðs vegar um Bretland á næstu þremur árum í hagræðingarskyni. Hagræðingaráætlanir bankans gera ráð fyrir að hann spari árlega um milljarð punda, eða 195 milljarða íslenskra króna, á næstu þremur árum.