*

laugardagur, 19. september 2020
Innlent 15. ágúst 2020 17:02

Níu félög farin í greiðsluskjól

Þetta kemur fram í samantekt dómstólasýslunnar sem dómsmálaráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag.

Jóhann Óli Eiðsson
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er dómsmálaráðherra.
Eyþór Árnason

Alls hafa níu félög fengið heimild til fjárhagslegrar endurskipulagningar á grundvelli rýmkaðra lagaheimilda um efnið sem samþykkt voru í vor.

Þetta kemur fram í samantekt dómstólasýslunnar sem dómsmálaráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag. Fjögur félaganna eru í hótelrekstri, tvö í fasteignarekstri um hóteleignir og að endingu eitt í akstursþjónustu, annað í afþreyingu og hið síðasta er skemmtistaður. Viðbúið er að slíkum beiðnum fjölgi með vetrinum.