Níu kvikmyndir keppa um Óskarsverðlaunin sem besta myndin. Myndin Hugo hefur hlotið ellefu tilnefningar en á eftir fylgja The Artist, Moneyball, War Horse, The Descendants, The Help, Midnight In Paris, The Tree of Life og Extremely Loud & Incredibly Close.

Óskarsverðlaun
Óskarsverðlaun

The Artist og The Descendants unnu Golden Globe verðlaunin sem besta myndin og The Artist vann BAFTA verðlaunin sem besta myndin. Fjórar myndir á þessum lista fá ekki tilnefningu fyrir besta handrit en það eru myndirnar War Horse, The Help, The Tree of Life og Extremely Loud & Incredibly Close. Samtals tíu myndir fengu tilnefningu fyr- ir besta handrit og það er athyglisvert að bara fimm af þeim myndum voru til- nefndar sem besta myndin. War Horse, Hugo, Midnight In Paris og The Tree of Life eru ekki með neinn leikara til- nefndan fyrir besta leik en athyglisvert er að þrjár síðastnefndu myndirnar eru allar tilnefndar fyrir bestu leikstjórn.

Óskarsveðlaunin verða afhent annað kvöld.

Ítarlega er fjallað um Óskarsverðlaunin í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.

The artist
The artist
Aðalleikarar kvikmyndarinnar The Artist sem hefur sankað að sér verðlaunum