Viðskiptaráð Íslands lýsir yfir vonbrigðum með niðurstöðu Menntamálanefndar Alþingis varðandi frumvarp til laga um Ríkisútvarpið.  En Menntamálanefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að takamarka ekki auglýsingamagn RÚV.

Menntamálanefnd hafði til þjár mismunandi tillögur. Í fyrsta lagi að RÚV yrði bannað að selja auglýsingar á vefnum. Í öðru lagi að RÚV yrði bannað að láta kosta dagskrárliði. Í þriðja lagi að RÚV yrði bannað að auka magn auglýsinga í miðlum sínum. Niðurstaða nefndarinnar samþykkti ekki banið við auknu magni auglýsinga og þá leggur nefndin einnig til að  tekjur af kostun verði í framtíðinni ekki hlutfallslega meiri en nú er.

Niðurstaða menntmálanefndar veldur Viðskiptaráði Íslands því verulegum vonbrigðum segir í tilkynningu. "Verði frekari skorður ekki settar við umfangi RÚV á auglýsingamarkaði er verið að skerða verulega rekstrarskilyrði einkarekinna fjölmiðla," segir Viðskiptaráð Íslands.

"Ríkisfjölmiðlum annars staðar í Evrópu er víðast hvar bannað að stunda samkeppni við einkaaðila á auglýsingamarkaði. Því miður er lítil von til þess að pólitísk samstaða náist um að taka RÚV af auglýsingamarkaði á næstunni. Í því ljósi beindi Viðskiptaráð Íslands, og fleiri fulltrúar einkaaðila, þeim tilmælum til menntamálanefndar þingsins að það væri lágmarkskrafa að rammi yrði settur um þessa starfsemi RÚV. Með því væri tryggt að samkeppnisstaðan yrði ekki skakkari en orðið er," segir í nýbirtri skoðun Viðskiptaráðs vegna málsins.