*

miðvikudagur, 16. júní 2021
Innlent 26. október 2013 08:10

Norðmenn vinna oftast í Víkingalottóinu

Þrjár algengustu tölurnar frá upphafi Víkingalottós er 2, 41 og 27.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Það sem af er ári hafa Norðmenn unnið fyrsta vinning í Vikíngalottó 27 sinnum. Danir hafa unnið sex sinnum, Íslendingar tvisvar, Finnar sömuleiðis og einu sinni fór vinningurinn til Litháen.

Þetta kemur fram í Sunnudagsmogganum. Þar er fjallað um ýmsar tölulegar staðreyndir Víkingalottósins sem er samspil Danmerkur, Eistlands, Finnlands, Lettlands, Litháen, Noregs, Íslands og Svíþjóðar. Meðal annars kemur fram að þrjár algengustu tölurnar frá upphafi séu 2, 41 og 27. 

Rætt er við Stefán Konráðsson, framkvæmdastjóra Íslenskrar getspár, og segir hann Norðmenn mjög áhugasama í Víkingalottóinu. Miðað við íbúafjölda spili þeir mest af öllum norrænum þjóðunum. Hann er sannfærður um að Norðmenn séu ekki endilega heppnari en Íslendingar. Þeir spili bara mun meira í Víkingalottói, sem sé þó ekkert annað en keppni í heppni.

Í ágúst síðastliðnum birti Viðskiptablaðið umfjöllun um líkurnar á að vinna fyrsta vinning í lottó. Þar kom fram að líkurnar á að fá fyrsta vinninginn í Víkingalótti eru einn á móti 12.271.512. 

Stikkorð: Víkingalottó lottó