„Markmiðið er að auka verðmæti útflutnings hjá okkur og skapa okkur sterkari samkeppnisstöðu,“ segir Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls, í samtali við Fréttablaðið .

Þar er greint frá því að Norðurál stefni að því að hefja framleiðslu á svokölluðum boltum eða börrum. Slík framleiðsla myndi þýða 10 milljarða króna fjárfestingu fyrir félagið, sem mun þurfa að stækka húsnæði um sjö þúsund fermetra auk þess að kaupa tæki.

Ragnar segir að Norðurál hafi fundið fyrir áhuga frá aðilum sem framleiði felgur undir bíla, en framleiðslan myndi þýða að þeir gætu fengið málm beint frá Norðuráli í stað þess að fara í gegnum millilið til þess að fá blönduna.