Þýska orkufyrirtækið E.ON Ruhrgas mun taka þátt í samstarfsverkefni um lagningu gasleiðslu um Norðurlönd og hefur tryggt sér fimmtán prósenta hlut í verkefninu. Verkefnið hefur fengið nafnið Skanled og mun leiðslan flytja gas frá Noregi til Svíþjóðar og Danmerkur. Gert er ráðið fyrir að lagningin muni kosta um 900 milljónir evra. Tíu fyrirtæki koma að verkefninu og auk Þýskalands eru þau staðsett í Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Póllandi.