Norska krónan náði nýjum hæðum í gær og hefur aldrei verið sterkari. Þetta kemur fram í frétt E24 en miðað er við svokallaða I-44 vísitölu, sem tekur mið af hlutfallslegum styrkleika norsku krónunnar miðað við viðskiptalönd Noregs.

Við lokun markaða í dag var hægt að fá 22,234 íslenskar krónur fyrir hverja norska. Ekki er búist við öðru en að norska krónan haldi áfram að styrkjast á næstu misserum og hefur Goldman Sachs á meðal annarra mælt með því að sínir viðskiptavinir kaupi norskar krónur á móti áströlskum dollurum. Þ.e. þeir gera ráð fyrir að norska krónan styrkist en að ástralski dollarinn veikist á næstunni.