Norska símafyrirtækið Telenor hefur samþykkt að kaupa dótturfélag breska farsímafélagsins Vodafone Group, Vodafone Sweden, segir í tilkynningu frá félaginu.

Heildarkaupverðið nemur 1,035 milljörðum evra (74 milljarðar íslenskra króna), en Telenor mun yfirtaka skuldir Vodafone Sweden.

Spænska símafyrirtækið Telenor tilkynnti í dag að það hefði samþykkt að kaupa breska farsímafélagið O2 fyrir 17,7 milljarða punda (1.907 milljarðar íslenskra króna) til að styrkja stöðu sína í Evrópu, samkvæmt frétt Financial Times. Sérfræðingar segja að vænta megi frekari samþjöppunar á símamarkaði í Evrópu og telja áðurnefnd kaup gefi það til kynna.

Vodafone Sweden er með um 1,5 milljónir viðskiptavina og segir Telenor að með kaupunum muni viðskiptavinum fjölga um 37%. Vodafone Sweden er með um 15% markaðshlutdeild á Svíþjóð og er þriðji stærsti aðilinn á farsímamarkaði þar í landi.

Tekjur félagsins á síðasta reikningsári, sem lauk 31. mars 2005, námu 6,7 milljörðum sænskra króna.