Norðurlöndin og Eystrasaltslöndin munu leggja til fjármuni í björgunarpakka til handa Lettlandi en Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Evrópusambandið leiða efnahagslegar björgunaraðgerðir þar í landi.

Reuter hefur eftir sænska fjármálaráðherranum, Anders Borg, að málin muni skýrast fyrir jól. Hann kveðst ekki vilja uppýsa hve stór björgunarpakkinn verði.

Lettland hefur orðið illa fyrir barðinu á fjármálakreppunni og hefur ríkið þegar tekið yfir næststærsta banka landsins, Parex.

Lettland hefur eins og Ísland leitað aðstoðar IMF og standa  yfir viðræður um björgunaraðgerðir.