Flug norska flugfélagsins Norwegian frá Osló til Keflavíkur hefur gengið það vel að nú er til skoðunar að fljúga hingað til lands frá öðrum borgum. Þetta kemur fram a vef Túrista.is .

Haft er eftir Lasse Sandaker-Nielsen, talsmanni félagsins, að uppi séu áform um þetta en hann vildi ekki gefa upp hvaða borgir er að ræða né hvenær flugið efst. Í grein Túrista er velt upp þeirri spurningu hvort um sé að ræða Kaupmannahöfn og Stokkhólm sem koma til greina enda sé félagið umsvifamikið í flugi frá skandinavísku höfuðborgunum. Þá gæti einnig komið til greina að fljúga frá öðrum norskum flugvöllum.

Norwegian hefur stækkað nokkuð ört undanfarin ár og er með sterka stöðu í millilanda- og innanlandsflugi í Skandinavíu. orwegian hóf nýlega að bjóða upp á flug frá Osló og Stokkhólmi til New York og Bangkok og innan skamms bætir félagið Ft. Lauderdale á Flórída við leiðakerfi sitt. Félagið er einnig byrjað að gera út frá Gatwick flugvelli í London og því hugsanlegt að það verði einn af þeim áfangastöðum sem forsvarsmenn þess velja fyrir flug til Íslands eftir þvi sem fram kemur á vef Túrista.