Notendur íslenskra krítarkorta geta miðað við gengi Seðlabanka Íslands í erlendum viðskiptum, að sögn Höskuldar Ólafssonar, forstjóra Valitors.

Upplýsingar um gengið má m.a. finna á vefjum kortafyrirtækjanna og á vef Valitors.

Höskuldur segir að greiðslukortafyrirtækin kaupi gjaldeyri hjá Seðlabanka Íslands og þar með á gengi bankans á hverjum degi. Ekki eigi því, segir hann, að vera verulegt frávik frá gengi Seðlabankans og því gengi sem notað er í kortaviðskiptunum.

Það sé þó mismunandi hvort miðað sé við gengið þann dag sem viðskiptin eiga sér stað eða gengið einum eða tveimur dögum síðar.

Nánari upplýsingar má finna á vef Valitors.