Samkvæmt útreikningum Capacent sem birtir voru í nýlegri greiningu fyrirtækisins á íslenska fjarskiptamarkaðnum er virði Nova 14,7 milljarðar króna, en þetta er í fyrsta skiptið sem fyrirtækið er verðmetið.

Samkvæmt greiningunni er virði eigin fjár Fjarskipta um 13,2 milljarðar sem jafngildir hlutabréfagengi 48,5. Við lokun markaðar á miðvikudag var markaðsvirði hlutabréfa Fjarskipta 43,5 og er virði félagsins samkvæmt mati Capacent því 11% hærra en markaðsvirðið.

Í tilfelli Símans eru hlutabréfin yfirverð­ lögð á markaði samkvæmt greiningunni, en samkvæmt verðmati Capacent er virði fyrirtækisins 26,5 milljarðar króna. Jafngildir það hlutabréfagenginu 2,7 á með­ an markaðsvirði bréfanna í Kauphöllinni er 3. Virði Símans samkvæmt útreikningum Capacent liggur því 8% undir markaðsvirðinu.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .