Novartis sagði frá því í gær að matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefði gefið samþykki sitt fyrir blóðþrýstilyfið Tekturna, sem er talið að geti skilað fyrirtækinu milljörðum dollara í tekjum í náinni framtíð. Samkvæmt Novartis er Tekturna, venjulega þekkt undir nafninu aliskiren, fyrsta lyf sinnar tegundar í meira en áratug sem meðhöndlar háan blóðþrýsting. Hlutabréf í félaginu ruku upp í kjölfar fréttanna og hækkuðu um tæplega 4%.