Novator, fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, og tveir aðrir hluthafar hafa ákveðið að selja samtals 9,1% hlut í gríska internetfyrirtækinu Forthnet, segir í tilkynningu til grísku kauphallarinnar.

Þar kemur fram að hluthafarnir muni selja að minnsta kosti 3,5 milljónir hluta, sem samsvarar um 9,1% af heildarhlutafé félagsins.

Hluthafarnir eru, auk Novators, Cycladic Catalyst Master Fund og The Institute for Technology and Research. Novator á fyrir söluna 39% hlut í Forthnet.

Gengi hlutabréfa Forthnet hækkaði í gær um 1,39% og var 11,7 evrur við lokun markaðar í gær.