Bandarískur dómstóll heimilaði Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (NSA) að njósna um 193 lönd, meðal annars Ísland. Þetta er meðal þess sem kemur fram í leyniskjölum sem Edward Snowden hefur gert opinber. Fjallað er um málið á Washington Post.

Einu löndin sem NSA hefur ekki heimild til að fylgjast með samkvæmt skjölunum eru Bretland, Kanada, Ástralía og Nýja-Sjáland. NSA fékk heimildina árið 2010 og snýr hún einnig að stofnunum eins og Alþjóðabankanum, Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, Evrópusambandinu og Kjarnorkumálastofnun.

Þetta þýðir þó ekki að NSA hafi ákveðið eða muni njósna um löndin sem um ræðir en stofnunin hefur heimild til þess, sem er mun rýmri en áður var talið.

Listi yfir löndin sem NSA fékk heimild til að njósna um.