Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins (NSA) er ekki áberandi í íslensku atvinnulífi en hann hjálpar fyrirtækjum að stíga fyrstu skrefin. Markmið hans er ekki síst að greina vandaðar viðskiptahugmyndir og vera hluthafi í fyrirtækjum sem talið er að geti átt sér bjarta framtíð. NSA á eignarhluti í 35 fyrirtækjum sem veltu um 5,7 milljörðum króna í fyrra. Heildareignir NSA í þessum fyrirtækjum námu 4,8 milljörðum króna samkvæmt ársreikningi. Rekstrarkostnaður sjóðsins var 128 milljónir en tekjurnar voru 147,3 milljónir. Varúðarframlag í afskriftarsjóð var 283 milljónir króna.

Eignarhlutir metnir á 2,6 milljarða

Eignirhlutir NSA í fyrirtækjunum 35 eru metnir á 2,6 milljarða króna. Kaupverð eignarhluta í samlagssjóðum metið á 941 milljón. Í heildina unnu 473 starfsmenn hjá fyrirtækjunum sem NSA á hlut í miðað við tölur í lok árs 2010. Mörg þeirra fyrirtækja eru að vaxa hratt um þessar mundir og standa vonir til þess að mikið vaxtaskeið sé framundan í nokkrum þeirra.

Úttekt á starfsemi NSA er að finna í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.