Icelandair er um þessar mundir að setja ný sæti og ný afþreyingarkerfi í allar Boeing 757 flugvélar sínar. Uppsetningunni lýkur vorið/sumarið 2008. Nýju sætin eru leðurklædd, þau eru léttari, sterkari og fyrirferðarminni en núverandi sæti og veita því farþegum meira svigrúm og aukin þægindi.

Á myndunum hér til hliðar má sjá hið nýja afþreyingarkerfi vélanna.

Afþreyingarkerfið

Afþreyingarkerfið sem sett verður í vélar Icelandair byggir á því að allir farþegar hafi í sæti sínu aðgang að hágæðaskjá og stjórnborði sem býður upp á ýmsa afþreyingarmöguleika: Kvikmyndir, sjónvarpsþætti, heimildarþætti, tölvuleiki, rafrænar bækur og annað lesefni.

Einnig býður kerfið upp á kynningu á íslenskri tungu og gagnvirkt orðasafn með gagnlegum orðum og orðasamböndum. Nýja kerfið gerir farþegum kleift að skoða skattfrjálsan varning til sölu um borð og panta ýmiss konar vörur og þjónustu á áfangastað.

Jafnframt geta þeir fylgst með fluginu og fengið upplýsingar um flughafnir sem og komu- og brottfarartíma. Sumt af þessari þjónustu verður farþegum að kostnaðarlausu.

Sæti á Saga Class

Dæmi um staðalbúnað:

  • Leðurklædd sæti
  • Tvískipt borð sem hægt er að renna fram og aftur og snúa
  • Stillanlegur höfuðpúði - á fjóra vegu
  • Blaðavasi
  • Lesljós sem truflar ekki aðra
  • AfþreyingarkerfiAukið rými milli sæta
  • Hámarksþægindi farþega

Sæti í almennu farrými

Dæmi um staðalbúnað:

  • Leðurklædd sæti
  • Stillanlegur höfuðpúði - á fjóra vegu
  • Blaðavasi
  • Afþreyingarkerfi
  • Sérlega góður bakstuðningur með hönnun sem eykur svigrúm farþega
  • Hámarksbreidd sæta - sem veitir aukin þægindi