Ný bæjarstjórn í Kópavogi fundar í fyrsta sinn í dag. Fundurinn hófst klukkan 16. Á þessum fyrsta fundi  var Ármann Kr. Ólafsson ráðinn bæjarstjóri, Margrét Friðriksdóttir var kjörinn forseti bæjarstjórnar og Theódóra Þorsteinsdóttir var kjörinn formaður bæjarráðs.

Á fundinum var kynntur nýr málefnasamningur nýs meirihluta Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks. Málefnasamninginn er að finna á heimasíðu Kópavogsbæjar, www.kopavogur.is , þar má einnig fylgjast með fundi bæjarstjórnar í beinni útsendingu.

Í tilkynningu kemur fram að af ellefu bæjarfulltrúum eru allir nýir nema tveir.