Í skýrslu OECD er ekki ný spá um þróun hagvaxtar og verðbólgu. Að sögn þeirra David Carey og Roberts Ford frá OECD er ekki um að ræða nýja spá heldur er stuðst við spá sem stofnunin sendi frá sér í maí síðastliðnum þegar stofnunin fjallaði um horfur hér á landi. Ný spá mun koma frá stofnuninni í nóvember næstkomandi.

OECD gerir ráð fyrir djúpri efnahagslægð í ár þar sem verg landsframleiðsla muni dragast saman um 7%. Hins vegar spáir OECD hagvexti á næsta, enda er þá gert ráð fyrir að veruleg stóriðjuáform komist í gang. Að sögn Carey gæti orðið nauðsynlegt að endurskoða þær áætlanir þar sem stóriðjuáform virðast ætla að frestast.