Stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar þokast áfram.  RÚV greinir frá því að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fundi í dag til þess að fara yfir stöðuna. Aftur á móti verði enginn formlegur fundur á milli flokkanna þriggja í dag.

Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir í viðtali við RÚV að engin málefni standi útaf borðinu á milli flokkanna. Hann segir að drög að stjórnarsáttamála verði kláruð á næstunni og býst við því að ný ríkisstjórn verði kynnt til sögunnar fljótlega eftir helgi.