Á aðalfundi Rekstrarfélags Kaupþings banka hf. sem haldinn var á þriðjudag voru samþykktar tillögur um breytingar á samþykktum félagsins. Meðal breytinga var að stjórnarmönnum félagsins var fjölgað úr þremur í fimm. Á fundinum var jafnframt kjörin ný stjórn félagsins.   Í nýja aðalstjórn félagsins voru kjörin: Eggert Teitsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Nýja Kaupþings banka hf. Hrund Rudolfsdóttir, framkvæmdastjóri starfsmannsviðs Marels hf. (formaður stjórnar)  Snjólfur Ólafsson, prófessor við Viðskiptadeild Háskóla Íslands Svava Bjarnadóttir, fjármálastjóri hjá Verkfræðistofunni Mannviti hf. Þórður Pálsson, sérfræðingur hjá Nýja Kaupþingi banka hf.   Í varastjórn félagsins voru kjörin: Ásgerður Hrönn Sveinsdóttir, útibússtjóri. hjá Nýja Kaupþingi banka hf. Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður hjá Lögmönnum Höfðabakka Kristbjörg Edda Jóhannsdóttir, deildarstjóri á vöruþróunarsviði Össurar hf. Sturla Jónsson, forstöðumaður í Hagdeild Nýja Kaupþings banka hf. Þórhallur Örn Guðlaugsson, dósent við Viðskiptadeild Háskóla Íslands   Meirihluti stjórnarmanna er óháður Nýja Kaupþingi banka hf., móðurfélagi Rekstrarfélags Kaupþings banka hf. eins og segir á vefsíðu félagsins.