Ný stjórn hefur verið skipuð yfir Latabæ. Síðustu misserin hefur félagið farið í gegnum endurskipulagningu sem er nú lokið. Eins og Viðskiptablaðið hefur greint frá hefur endurskipulagning félagsins verið nokkuð erfið í fæðingu og tekið tíma. Í henni felst meðal annars að eign fyrri hluthafa er færð niður og kröfum á hendur félagsins breytt í hlutafé.

Nýja stjórn skipa Finnur Reyr Stefánsson, Ragnheiður Pétursdóttir Melsteð, Guðjón Már Guðjónsson, Arnar Róbertsson og Tómas Þorvaldsson en hann er stjórnarformaður. Ragnheiður er eiginkona Magnúsar Scheving, stofnanda Latabæjar. Ekki fékkst gefið upp hver eignarhlutur nýrra hluthafa félagsins er.