66°Norður opnaði verslun í miðborg Kaupmannahafnar sl. laugardag. Verslunin er um 130 fermetrar og er staðsett á Sværtegade 12, hönnuð af Gonzalez- Haase arkítektum frá Berlín.

„Viðtökurnar hafa verið mjög góðar á þeim stutta tíma sem verslunin hefur verið opin og ljóst er að mikill áhugi er fyrir vörumerkinu þar í Danmörku. Það er trú 66°Norður að vörur fyrirtækisins henti einkar vel fyrir danska veðráttu sem einkennist gjarnan af rigningu, kulda og snjó á veturna líkt og við þekkjum vel hér á Íslandi. Opnunin er spennandi skref fyrir 66°Norður og hlökkum við til að sjá hver viðbrögðin verða,” segir Bjarney Harðardóttir, markaðsstjóri 66°Norður.

Um er að ræða fyrstu verslun 66°Norður erlendis sem rekin er alfarið af fyrirtækinu. Í versluninni má finna fatnað á herra, dömur og börn.