Hagnaður Nýherja hf. fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta - EBITDA - nam 376 mkr fyrstu níu mánuði 2011.

Aðrar helstu niðurstöður:

•EBITDA var 77 mkr á þriðja ársfjórðungi, en var 169 mkr á sama tímabili árið á undan.

•Heildarhagnaður var 18 mkr fyrstu 9 mánuði ársins.

•90 mkr tap er hjá Applicon í Danmörku í ársfjórðungnum vegna tafa við afhendingu hugbúnaðarlausnar.

•Rekstur og afkoma allra annarra rekstrareininga og dótturfélaga samstæðunnar í takt við áætlanir.

•Nýherji hefur samið við Landsbanka Íslands um að annast viðskiptavakt með hlutabréf félagsins.

Þórður Sverrisson, forstjóri: „Afkoma Nýherjasamstæðunnar er undir áætlunum í ársfjórðungnum. Afkoma allra eininga og dótturfélaga samstæðunnar er í takt við áætlanir, ef frá er talin Applicon A/S í Danmörku. Félagið hefur ásamt samstarfsfyrirtæki í Danmörku unnið að innleiðingu og afhendingu á umfangsmikilli lausn fyrir opinberan aðila og hafa tafir við afhendingu lausnarinnar valdið verulegum viðbótarkostnaði fyrir Applicon. Rekstur annarra eininga samstæðunnar hefur verið ágætur og horfur góðar í fjórða ársfjórðungi."