Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland hefur lækkað um 0,07% í tæplega 1,7 milljarða viðskiptum og stendur hún nú í 1.636,40 stigum. Aðalvísitala Skuldabréfa hækkaði um 0,06% í 2,8 milljarða viðskiptum og fór hún í 1.251,80 stig.

Reginn hækkaði mest eða um 0,96% en það var í mjög litlum, eða einungis rétt tæplega 3 milljón króna viðskiptum. Hvert bréf félagsins er nú verðlagt á 26,35 krónur.

Gengi bréfa VÍS hækkaði næst mest eða um 0,71% í 42 milljón króna viðskiptum og fæst nú hvert bréf félagsins á 9,24 krónur. Nýherji lækkaði mest eða um 3,87% í 53 milljón króna viðskiptum og er nú hvert bréf félagsins verðlagt á 27,35 krónur.

Næst mest lækkuðu bréf Icelandair, eða um 1,88% í 192,5 milljón króna viðskiptum. Bréf félagsins voru verðlögð á 16,40 krónur við lok viðskipta.

Vísitölur Gamma

Hlutabréfavísitala Gamma hækkaði lítillega í dag í 1,6 milljarða viðskiptum.

Skuldabréfavísitala Gamma hækkaði um 0,1% í dag í 2,4 milljarða viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði lítillega í 0,1 milljarða viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,1% í 2,3 milljarða viðskiptum.