Valur Valsson, formaður stjórnar Nýja Glitnis átt í dag fund með fjármálaráðherra og viðskiptaráðherra að þeirra ósk.

Þar skýrðu þeir frá því að það væri vilji ríkisstjórnarinnar, og þar með eina hluthafans í bankanum, að staða bankastjóra yrði auglýst.

Þetta hefur Viðskiptablaðið fengið staðfest hjá Val en á fundi ráðherranna með val kom kom fram að það væri á verksviði stjórnar bankans að ákveða hvenær og hvernig staðan verði auglýst.

Þá mun stjórnin fjalla um þetta mál á næstu dögum og ræða við bankastjórann og taka ákvörðun um hvenær og með hvaða hætti staðan verður auglýst.

Eins og fram kom í gær hefur bankastjórn Landsbankans ákveðið að auglýsa starf bankastjóra Landsbankans en Elín Sigfúsdóttir, núverandi bankastjóri mun ekki sækja um stöðuna.

Þá hefur Viðskiptablaðið eftir Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Nýja Glitnis að hún muni skoða það hvort hún sæki um stöðuna þegar hún verður auglýst.