*

fimmtudagur, 15. apríl 2021
Fólk 30. mars 2021 12:03

Nýir eigendur hjá Heimili fasteignasölu

Ragnar Þorgeirsson og Brynjólfur Snorrason hafa bæst við eigendahóp Heimilis fasteignasölu.

Ritstjórn
Ragnar Þorgeirsson, Brynjólfur Snorrason og Finnbogi Hilmarsson, eigendur Heimilis fasteignasölu
Aðsend mynd

Heimili fasteignasala ehf, sem stofnuð var árið 2002 af Finnboga Hilmarssyni, löggiltum fasteignasala, hefur styrkt stöðu sína með innkomu tveggja nýrra meðeigenda, þeirra Ragnars Þorgeirssonar og Brynjólfs Snorrasonar.

Ragnar og Brynjólfur eru báðir löggiltir fasteignasalar. Þeir hafa starfað hjá Heimili um nokkurra ára skeið og átt þátt í að efla starfsemi fyrirtækisins. Hjá fyrirtækinu starfar 11 manna samhentur hópur fagfólks og er fyrirtækið til húsa Grensásvegi 3 í Reykjavík.

Ragnar er með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum og býr yfir víðtækri reynslu úr atvinnulífinu, m.a. verið framkvæmdastjóri endurskoðunar- og ráðgjafafyrirtækis og sparisjóðsstjóri á landsbyggðinni.

Brynjólfur er með BA próf í sálfræði, hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum og starfaði áður í fjármálageiranum.

Finnbogi hefur starfað við fasteignasölu frá 1994 og var varaformaður Félags fasteignasala um árabil.