Ríkissjónvarpið greindi frá því í kvöld að þýskir fjárfestar væru gengnir til liðs við Creditinfo. Félagið eykur hlutafé sitt um leið og fyrri hluthafar selja hluta af eign sinni.

Í viðtali við Reyni Grétarsson, framkvæmdastjóra Creditinfo, kom fram að þetta gæti haft í för með sér aukningu á starfsemi félagsins hér á landi en hér er það einkum þekkt undir nafni Lánstrausts. Félagið hefur sérhæft sig í meðhöndlun fjármálaupplýsinga og framsetningu þeirra á netinu.

Í byrjun árs 2008 sameinuðu Lánstraust og Fjölmiðlavaktin krafta sína og hafa starfað undir rekstrarheitinu Creditinfo Ísland.  Breytingin var hluti skipulagsbreytinga hjá móðurfélaginu, Creditinfo Group.