*

miðvikudagur, 28. júlí 2021
Innlent 1. október 2014 09:23

Nýir fjárfestar til liðs við Ígló&Indí

Hlutafjáraukningunni er ætlað að auka við vöruframboð fyrirtækisins.

Ritstjórn

Félag í eigu Svanhildar Nönnu Vigfúsdóttur og Guðmundar Arnar Þórðarsonar hefur keypt hlut í íslenska barnafatafyrirtækinu Ígló&Indí. 

Fram kemur í fréttatilkynningu að hlutafjáraukningunni sé ætlað að styrkja fyrirtækið í að auka vöruframboð fyrirtækisins til núverandi og nýrra viðskiptavina, ekki síst með útflutning í huga, en vörur fyrirtækisins séu nú þegar seldar í um 40 verslunum í 11 löndum.

Ígló&Indí er íslenskt barnafatafyrirtæki sem stofnað var í byrjun október 2008. Stofnandi og yfirhönnuður er Helga Ólafsdóttir og framkvæmdastjóri er Guðrún Tinna Ólafsdóttir. 

Stikkorð: Ígló&Indí