Gengið hefur verið frá ráðningu sjö nýrra framkvæmdastjóra klínískra sviða á Landspítala. Alls bárust 25 umsóknir frá 19 einstaklingum, að því er fram kemur í tilkynningu frá Páli Matthíassyni, forstjóra Landspítala.

Í tilkynningunni segir að hlutverk nýrrar framkvæmdastjórnar verði að leiða uppbyggingu næstu ára á spítalanum. Mikilvægt sé að í slíka stjórn veljist hópur með fjölbreytta og víðtæka reynslu.

Nýju framkvæmdastjórarnir eru:
1. Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri flæðissviðs (bráða,öldrun, endurhæfing)
2. Hlíf Steingrímsdóttir, framkvæmdastjóri lyflækningasviðs
3. Lilja Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri skurðlækningasviðs
4. Jón Hilmar Friðriksson, framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs
5. María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs
6. Alma D. Möller, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs
7. Óskar Reykdalsson, framkvæmdastjóri rannsóknarsviðs

Ný framkvæmdastjórn hefur störf 1. september. Samhliða tekur gildi nýtt skipurit Landspítala. Í tilkynningunni segir að nýtt skipurit endurspegli það skipulag sem eigi að einkenna nýjar byggingar við Hringbraut og sé því enn eitt skrefið í átt að nýjum Landspítala.