Samgönguráðherra hefur skipað tvo nýja skrifstofustjóra í samgönguráðuneytinu til næstu fimm ára. Karl Alvarsson lögfræðingur verður skrifstofustjóri samgönguskrifstofu og Sigurbergur Björnsson verkfræðingur verður skrifstofustjóri samskiptaskrifstofu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá samgönguráðuneytinu.

Karl Alvarsson lögfræðingur hefur starfað í samgönguráðuneytinu frá árinu 2003. Hefur hann gegnt stöðu sérfræðings og var síðar settur skrifstofustjóri. Karl hefur þegar tekið við embættinu.

Sigurbergur Björnsson hefur starfað í samgönguráðuneytinu frá árinu 2001. Hann var skrifstofustjóri skrifstofu fjarskipta og öryggismála samgangna en hefur undanfarin þrjú ár starfað sem fulltrúi ráðuneytisins í Brussel. Sigurbergur kemur til starfa í ráðuneytinu í sumar.