*

þriðjudagur, 16. júlí 2019
Erlent 4. október 2016 10:59

Nýir snjallsímar frá Google

Google birtir ýmsar nýjungar á tækniráðstefnu í dag, vænst er að þar á meðal verði nýir snjallsímar og raddstýring fyrir heimilistæki.

Ritstjórn
Larry Page, einn stofnenda Google.
european pressphoto agency

Þess er vænst að móðurfyrirtæki Google, Alphabet Inc., hyggist koma fram með nýja snjallsíma í dag, þriðjudag, sem yrði nýjasta tilraun fyrirtækisins til að selja símtæki með vörumerkinu og ná markaðshlutdeild af Apple Inc., í þessum gróðravæna markaði.

Einnig er vænst þess að fyrirtækið sýni aðrar tækninýjungar á sýningunni, sem verður í San Francisco, eins og raddstýrð heimilistækjastýring og höfuðbúnað fyrir sýndarveruleika. 

Nýir snjallsímar í stað Nexus símanna

Mesta eftirvæntingin er þó fyrir snjallsímum sem verða undir vörumerkinu Pixel sem eiga að koma í stað Nexus símanna. Þó flest símaframleiðslufyrirtæki nýta sér Android stýrikerfið frá Google þá hefur fyrirtækið lengi reynt að ná fótfestu á markaði með eigin snjallsíma.

Nexus símar Google hafa verið til sölu síðan 2010 en þeir hafa ekki náð mikilli markaðsstöðu á markaði þar sem Samsung Electronics er með mjög sterka stöðu.

Lélegu dreifikerfu kennt um

Greinendur kenna lélegu dreifikerfi um, en símarnir hafa venjulega ekki verið til sölu í gegnum símafyrirtækin sjálf, en flestir símtækjaeigendur í Bandaríkjunum kaupa síma sína beint af símþjónustuveitendunum.

Vænst er þess að símarnir verði í dýrari kantinum þar sem Apple símar eru ráðandi, og þeir kosti meira en 600 Bandaríkjadali, sem nemur 68 þúsund krónum.

Jan Dawson greinandi hjá Jackdaw Reasearch segir að fyrirtækið vilji „bjóða þjónustu alla leið frá byrjun til enda, en það er ekki ljóst að viðskiptavinir vilja það.“

Raddstýrð heimilistæki

Dawson er bjartsýnni á vöru fyrirtækisins sem heitir Home sem sýnd var á ráðstefnu fyrr á árinu, sem vinnur með stýrikerfum fyrir afþreyingartæki á heimilinu og hægt er að stýra með raddstýringu.

Fleiri fyrirtæki keppa um hylli neytenda sem kjósa að nota raddstýringu til að leita á netinu, Google er með Assistant, Amazon með Alexa og Apple er með Siri en væntingar sumra eru um að raddstýring komi í stað lyklaborða og snertiskjáa til að stýra sumum tækjum.

Einnig er búist við að fyrirtækið fjalli um höfuðbúnað sinn fyrir sýndarveruleika sem heitir Daydream, auk þess að koma fram með áætlanir um samþættingu Chrome stýrikerfisins og Android snjallsímakerfisins.

Stikkorð: Google iPhone Nexus Amazon Home San Francisco Alphabet Pixel
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is