Air Atlanta hefur gert samning við flugfélagið Etihad Airways í Abu Dabi um leigu á einni Airbus A300-600F fraktvél til þriggja ára. Þá liggur fyrir viljayfirlýsing um leigu á tveimur Airbus fraktvélum til viðbótar á árinu. Eru þeir samningar einnig til ársins 2007. Vélar þessar eru nýjar í flota Air Atlanta. Heildarvermæti samningsins eru 4,5 milljarðar íslenskra króna eða 71 milljón bandaríkjadala.

Etihad Airways er nýtt þjóðarflugfélag Sameinuðu Arabísku Furstadæmanna með aðsetur í höfuðborginni Abu Dabi. Flugfélagið flýgur á áfangastaði í Evrópu, í Mið Austurlöndum og í Asíu. Að Air Atlanta vélunum þremur undanskildum, rekur Etihad Airbus 330-200 og 340-300 flugvélar. Etihad verður eitt fyrstu flugfélaga í heiminum til að taka í notkun hina nýju ?risaþotu" frá Airbus (Airbus 380).

Air Atlanta leigir flugvélar ásamt áhöfn og annast viðhald og tryggingar. Flugfélagið er stærst sinnar tegundar í heiminum, sama hvort miðað er við stærð flugflota eða fjölda útleigðra tíma. Air Atlanta er dótturfélag eignarhaldsfyrirtækisins Avion Group. Starfsmenn Avion Group eru um 3,200. Boeing og Airbus flugfloti félagsins telur, að viðbættum nýju vélunum, samtals 66 flugvélar. Starfsstöðvar Avion Group eru yfir 20 í öllum byggðum heimsálfum veraldar.