Þeim sem hafa nýlega misst vinnu sína og sótt um atvinnuleysisbætur í Bandaríkjunum fækkaði - á ársgrundvelli - um 12 þúsund í 308 þúsund í vikunni sem lauk þann 7. júlí síðastliðinn. Slíkar umsóknir hafa ekki verið jafn fáar í tvo mánuði og var lækkunin mun meiri heldur en greiningaraðilar á Wall Street höfðu spáð fyrir um, en að meðaltali áttu þeir von á því að umsóknum myndi fækka um 3 þúsund.