Undirbúningur að stofnun nýs banka, Sparibankans, er langt kominn og verða teknar lokákvarðanir um hvort af stofnun bankans verður í byrjun næsta mánaðar. Ingólfur Ingólfsson fjármálaráðgjafi fer fyrir hópi einstaklinga og ráðgjafa sem unnið hafa að undirbúningnum undanfarna mánuði. Ásamt honum hafa PricewaterhouseCoopers, Nordic Legal og Capacent komið að einstökum verkefnum við undirbúninginn, sem er eins og fyrr segir kominn vel á veg.

Söfnun hlutafjár er þó ekki lokið en til þess að geta stofnað banka þarf um 5 milljónir evra, jafngildi um 800 milljóna króna. Ingólfur sagði í samtali við Viðskiptablaðið að vilyrði fyrir hlutafé lægju fyrir. Ingólfur á sjálfur 20% hlut í félaginu sem að baki undirbúningnum stendur.