*

laugardagur, 8. ágúst 2020
Innlent 3. júlí 2020 10:57

Nýr eigandi Messans

Tómas Þóroddsson hefur keypt Messann en hann rekur og á staðina Kaffi Krús og Vor á Selfossi.

Ritstjórn
Tómas Þóroddsson tekur við rekstri Messans í Lækjartorgi.
Aðsend mynd

Veitingamaðurinn Tómas Þóroddsson sem á og rekur staðina Kaffi Krús og Vor á Selfossi hefur keypt Messann í Lækjargötu og verða dyr staðarins opnaðar gestum að nýju klukkan 11:30 í dag.

„Það er mikill fengur að þeim enda Messinn þekktur fyrir skotheldan mat og góða þjónustu. Konseptið verður alveg eins en það bætast við nokkrir nýir réttir á seðilinn og það getur nú ekki verið annað en fagnaðarefni fyrir gestina okkar,“ segir Tómas.

Staðurinn, sem sérhæfir sig í fersku sjávarfangi, verður opinn frá 11:30-20:00 alla daga vikunnar.