Rúna Hauksdóttir
Rúna Hauksdóttir
© vb.is (vb.is)
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherrahefur skipað Rúnu Hauksdóttur Hvannberg, núverandi formann Lyfjagreiðslunefndar í embætti forstjóra Lyfjastofnunar, en átta sóttu um embættið. Þetta kemur fram á vef Velferðarráðuneytisins.

Rúna lauk prófi í lyfjafræði frá Háskóla Íslands árið 1987, er með meistaragráðu í lyfjafræði frá King´s College háskólanum í London og meistaragráðu í heilsuhagfræði frá Háskóla Íslands.

Í umsögn hæfnisnefndar segir m.a. að Rúna búi yfir víðtækri starfsreynslu á sviði lyfjamála, sem stjórnandi lyfjafyrirtækja og innan stjórnsýslunnar, auk þess sem hún hafi sinnt stundakennslu í lyfjahagfræði við Háskóla Íslands.

Rúna tekur við embættinu 1. febrúar næstkomandi.