Sigurður Viðarsson, nýr forstjóri Tryggingamiðstöðvarinnar, sagði í samtali við vb.is að ráðningu hans hefði borði brátt að og hann væri enn að kynna sér aðstæður á nýja vinnustaðnum. ?Ég er mjög spenntur fyrir nýja starfinu og ekki síst að skoða möguleika TM á að færa út kvíarnar hjá dótturfyrirtæki þess í Noregi sem heitir Nemi.?

Sigurður er viðskiptafræðingur fá Háskóla Íslands og hefur starfað hjá Kaupþingi líftryggingum frá árinu 1997. Sigurður var síðast forstöðumaður fjármála- og vátryggingarsviðs og staðgengill forstjóra. Hjá Kaupþingi líftryggingum hefur hann m.a. borið ábyrgð á samskiptum við endurtryggjendur, vöruþróun og rekstri vátryggingastofns félagsins.