Það kostar Apple um 200 bandaríkjadollara, sem samsvarar 24 þúsund krónum, að framleiða hvert stykki af nýjum iPhone 6. Stærri gerðin af símanum, iPhone 6 Plus, kostar fyrirtækið hins vegar 216 dollara eða tæpar 26 þúsund krónur.

Dýrasti hlutinn af iPhone 6 er skjárinn en hann kostar um 45-53 dollara. Rafhlaðan kostar 4-5 dollara, 16GB minniskubbur kostar 15 dollara og myndavélin 11-13 dollara.

Í smásölu kostar iPhone 6 um 650 dollara í Bandaríkjunum eða tæpar 80 þúsund krónur. Miðað við þennan framleiðslukostnað á fyrirtækið góðan möguleika á því að hagnast gríðarlega vel við sölu snjallsímanna, en fáir snjallsímaframleiðendur leggja jafnmikið á snjallsíma sína og Apple.