Stjórn Nýs Landspítala ohf. ákvað eftir yfirferð og umsögn Framkvæmdasýslu ríkisins að hafna öllum tilboðum sem gerð voru í gatnagerðarútboði vegna lóðaframkvæmda, en Viðskiptablaðið greindi frá tilboðunum fyrr í dag .

Lægsta tilboð átti Rökkvi verktakar ehf. og var heildartilboðsfjárhæð 300.184.050 krónur og var 7,2% yfir kostnaðaráætlun. GT hreinsun ehf. bauð 367.396.031 krónur, en hæsta tilboðið áttu Íslenskir aðalverktakar sem buðu 425.711.476 krónur.

Í tilkynningunni segir að tvö lægri tilboðin hafi verið metin ógild þar sem bjóðendur uppfylltu ekki skilyrði útboðs- og samningsskilmála. Ekki er greint frá því hvers vegna tilboði Íslenskra aðalverktaka var hafnað, en það var 52% yfir kostnaðaráætlun.