Sjóður hef­ur verið stofnaður til minn­ing­ar um Örvar Arn­ar­son sem lést í fall­hlíf­a­stökk­slysi í Flórída 23. mars 2013. Þessu greinir Ríkisútvarpið frá. Örvar var einn af reynd­ustu fall­hlíf­a­stökkvur­um lands­ins en hann lét lífið við að reyna að koma nem­anda sín­um til bjarg­ar. Halda goflmóti í minningu Örvars.

Systir Örvars, Þórhalla Arnardóttir, sagði í Morgunglugganum á Rás eitt að fjöl­skyld­an hafi kynnst því við and­lát Örvars að ekki eru til nein­ir sjóðir sem hægt er sækja um styrk í fyr­ir flutn­ing lát­ins ást­vin­ar heim til Íslands. En kostnaður að þess kon­ar flutn­ing­ur getur numið hundruðum þúsunda. Fyrir þá sem vilja styrkja sjóðinn eru bankaupplýsingar minningarsjóðsins: 0526-14-403072, Kt. 261245-5829