Nýr og hátænivæddur þrívíddarprentari sem prentar allt frá frumgerðum yfir í farsímahulstur, leikföng, kertastjaka og sólgleraugu verður kynntur í nýrri hljómtækjadeild Ormsson sem flytur í dag úr Lágmúla 8 opnar á nýjum stað í Skeifunni 11 og sameinast verslun BT.

Í tilefni opnunarinnar í Skeifunni mun Ormsson kynna nýja Cube 3D prentarann frá 3D Systems, einn af fyrstu 3D prenturunum sem er ætlaður á neytendamarkað fyrir hinn almenna notanda.

Í tilkynningu segir að hinn nýi og hátæknivæddi Cube 3D þyki afar auðveldur í notkun miðað við flesta 3D prentara og er ætlaður hinum almenna notanda á heimilinu, í skólanum eða á vinnustaðnum. Cube 3D sé eini 3D prentarinn sem hafi hlotið vottun (IEC 60950) fyrir örugga notkun á heimili fyrir börn og fullorðna. Prentarinn prentar úr ABS eða PLA plastefnum í allt að 16 mismunandi litum og hægt er að senda prentskrár í hann yfir þráðlausa WiFi tengingu eða með USB lykli.

Við opnun hljómtækjadeildar Ormsson í Skeifunni 11 verður Cube 3D prentarinn til sýnis og hægt er að kaupa hann í forsölu í verslun BT í Skeifunni, en fyrsta sending er væntanleg í ágúst.