Sala á nýjum fólksbílum í októbermánuði jókst um 18% samanborið við sama tíma á síðasta ári. Núna var alls nýskráður 551 fólksbíll í októbermánuði, en þeir voru 467 í fyrra. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Bílgreinasambandinu.

Samtals hafa verið skráðir 8.720 fólkbílar á fyrstu tíu mánuðum ársins og nemur aukningin 29,8% frá fyrra ári.

„Salan á nýjum bílum heldur áfram að vaxa og er komin fram úr þeim væntingum er áætlað var í upphafi árs. Aukninguna má rekja að stórum hluta til endurnýjunar á fjölskyldu- og atvinnubílum en þörfin á endurnýjun var orðin brýn þar sem meðalaldur bíla er hár,“ segir Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins.