Nýskráningum hlutafélaga á Íslandi fjölgar um 18% frá júlí 2015 til júní 2016 í samanburði við 12 mánuði þar á undan. Voru alls 2.633 ný einkahlutafélög skráð á tímabilinu, þar af 275 í júnímánuði. Á 12 mánuðum þar á undan voru þau 2.232.

Var hlutfallsleg fjölgun mest í fasteignaviðskiptum þar sem nýskráðum fyrirtækjum fjölgar úr 279 í 413, sem er 48% aukning milli ára.

Meðal annarra greina sem nýskráningum hefur fjölgað umtalsvert er í flokknum leigustarfsemi og ýmsa sérhæfða þjónustu, en þar fjölgaði nýskráningum úr 168 í 231 eða um 38%. Flokkurinn flutningar og geymslur sýndi einnig töluverða fjölgun, sem nam 36%, og fóru þar nýskráningarnar úr 42 í 57.

Var hlutfallslega mesta fækkun nýskráninga síðustu 12 mánuði í flokknum sérfræðilegri, vísindalegri og tæknilegri starfsemi, eða um 6%, og fóru þær úr 233 í 220.