Nú er hægt að sjá sjónvarpsviðtal sem Viðskiptablaðið tók í morgun við Lárus Welding, forstjóra Glitnis þegar Glitnir kynnti afkomu fyrsta ársfjórðungs.

Viðtalið má nálgast hér.

Lárus segir í viðtalinu að Glitnir sé að sýna góðan grunnhagnað.

„Við erum að auka hann um 6,5 milljarða að okkar mati. Þá erum við að telja vaxtatekjur, þóknanatekjur og minnka kostnað. Þessi hagnaður hjá okkur er að aukast bæði frá síðasta ársfjórðungi og frá sama ársfórðungi í fyrra. Við erum sérstaklega ánægðir að ná að gera það í þessu umhverfi," segir Lárus Welding.

Lárus segir að bankinn sé nú með sterakri lausafjárstöðu en áður og staða eigna hans það sterk. Bankinn hafi sótt sér fé, m.a. með útgáfu víkjandi skuldabréfa hér heima.

„Við getum ekki verið annað en sáttir við þessa niðurstöðu og erum í sterkri stöðu varðandi framhaldið."

Á næstu misserum mun Viðskiptablaðið í auknum mæli bjóða upp á þessa þjónustu undir Vefvarpi vb.is .

Þar má meðal annars finna upptökur af fundum sem haldnir hafa verið á vegum Viðskiptablaðsins auk þess sem uppgjörskynningar fyrirtækja, viðtöl og annað umfjöllunarefni mun bætast þar við.