Breski raftækjaframleiðandinn Dyson heldur því fram að ryksugur frá þýsku raftækjaframleiðendunum Siemens og Bocsh innihaldi hugbúnað til að blekkja eftirlitsaðila. Dailymail greinir frá.

Ryksugurnar sem um ræðir hafa fengu báðar einkunnina A fyrir orkunýtni en James Dyson, stofnandi Dyson, segir að í raun og veru ættu ryksugurnar að fá E eða F í einkunn.

Dyson segir að ryksugurnar innihaldi hugbúnað sem geri þeim kleift að skynja hvenær þær eru að sjúga upp ryk, en þá auki þær sogkraftinn og nota þ.a.l. meiri orku en við prófanir.

Samkvæmt reglum sem eru í gildi innan Evrópusambandsins verður óheimilt að selja ryksugur sem nota meira heldur en 900 vött, en eftir 2014 var bannað að selja ryksugur sem nota meira en 1600 vött.

Málinu hefur verið líkt við mál Volkswagen en þá voru vélar í dísel bílum frá Volkswagen með hugbúnað hannaður var til að sniðganga útblástursreglur.